Hoppa yfir valmynd
10. maí 2016 Forsætisráðuneytið

Auglýsing um liti íslenska fánans

Íslenski fáninn - mynd

Gefin hefur verið út ný auglýsing um liti íslenska fánans. Tilefni útgáfunnar er að fastsetja reglur um prent- og skjáliti íslenska fánans en í eldri auglýsingu eru einungis textíl-litir fánans ákvarðaðir. Þörf á setningu slíkra reglna hefur m.a. aukist samfara auknum heimildum til notkunar fánans við markaðssetningu á íslenskri vöru og þjónustu, sjá nýsamþykkt lög um breytingu á lögum um íslenska þjóðfánann nr. 28/2016.

Við ákvörðun litanúmera í litakerfum fyrir prent- og skjámiðla var leitast við finna þá liti sem samsvara best þeim textíl-litum sem miðað hefur verið við frá útgáfu eldri auglýsingar, nr. 6/1991. Jafnframt er áréttað að við notkun annarra litakerfa, sem ekki eru sérstaklega tilgreind í auglýsingunni, skuli fylgja þeirri reglu að miða við þá liti sem samsvara best umræddum textíl-litum fánans.

Auglýsing um liti íslenska fánans í Stjórnartíðindum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum