Hoppa yfir valmynd
10. maí 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkveitingar til myndlistar

Myndlistarráð hefur tilkynnt hvaða verkefni fá styrk í fyrri úthlutun úr myndlistarsjóði á yfirstandandi ári
Lyngid
Lyngið

Myndlistarráð hefur úthlutað 15 millj.kr. til 39 verkefna í fyrri úthlutun úr myndlistarsjóðs á árinu. Sjóðnum bárust 131 umsókn og var sótt um alls 100,9 millj.kr. Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru þrettán talsins og nema samtals 7,2 millj.kr. til  átta einkasýninga hérlendis og erlendis og fimm samsýninga. Að auki hljóta tíu myndlistarmenn styrk í flokki minni sýningarverkefna að heildarfjárhæð 2,8 millj.kr., þrettán styrkir að heildarfjárhæð 4,1 millj.kr. fara til útgáfu- og rannsókna, 0,5 millj.kr er veitt til undirbúnings verkefna og 0,4 millj.kr. er veitt í flokknum „aðrir styrkir“.

Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem mennta- og menningarmálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun.

Sjá fréttatilkynningu myndlistarsjóðs og lista yfir þau verkefni sem hljóta styrk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum