Hoppa yfir valmynd
13. maí 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vefur um störf Lindarhvols ehf.

Félagið Lindarhvoll ehf. hefur opnað vef  þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um starfsemi félagsins. Félagið hefur það hlutverk að  annast umsýslu með og fullnusta þær eignir sem lagðar eru til ríkissjóðs sem hluti af svokölluðu stöðugleikaframlagi fjármálafyrirtækja.

Fjármála- og efnahagsráðherra stofnaði félagið 15. apríl sl. á grundvelli breytinga sem Alþingi gerði í mars á ákvæðum til bráðabirgða III í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Lindarhvoll ehf. er að fullu í eigu ríkissjóðs og mun við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum