Hoppa yfir valmynd
17. maí 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Listframhaldsskóli á sviði tónlistar

Auglýst eftir aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um rekstur listframhaldsskóla á sviði tónlistar.
IMG_9606
IMG_9606

Ríkiskaup, fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis, auglýsir eftir hæfum aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um rekstur listframhaldsskóla á sviði tónlistar. Ekki verður um formlegt útboð að ræða heldur opið og gegnsætt ferli samkvæmt lögum um opinber innkaup. Skólanum er ætlað að bjóða upp á framhaldsskólanám með áherslu á  hljóðfæraleik og söng samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, þannig að nemendur geti lokið  stúdentsprófi af tónlistarbraut. Miðað er við að skólastarf hefjist á skólaárinu 2016-2017 með innritun nemenda af landinu öllu, óháð lögheimili.

Gert er ráð fyrir að þeir sem taka þátt í þessu ferli, hafi að lágmarki 10 ára reynslu við rekstur tónlistarskóla með a.m.k. 50 nemendur í framhaldsnámi á a.m.k. 5 sviðum tónlistar og miðnámi og framhaldsnámi í söng. Jafnframt þarf bjóðandi/bjóðendur að geta sýnt fram á möguleika á að sinna klassískri og rytmískri tónlistarkennslu fyrir allt að 200 nemendur. Mögulegt er að fleiri en einn aðili bjóði saman.

Verkefnislýsing

Vefur Ríkiskaupa

Skilafrestur er til 21. júní 2016 kl 11:00.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum