Hoppa yfir valmynd
18. maí 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Menntamálaráðherra flytur ávarp - mynd
Þann 18. maí úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 70,1 millj. kr. til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina að loknu ávarpi.

Sjóðurinn er samkeppnissjóður og  veitir verkefnastyrki til menningarverkefna,  atvinnuþróunar og nýsköpunar  auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. 

Sjóðurinn tók við hlutverkum Menningarsamnings Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. 

Samtals bárust 190 umsóknir, þar af 58 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 132 til menningar.  Sótt var um 111,8 millj.kr.  þar af 56,3 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 55,4 til menningarstarfs. 

Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 93 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 70,1 millj. kr. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnin er rúmar 300 millj. kr.

Yfirlit yfir styrkhafa má finna hér

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum