Dómsmálaráðuneytið

Skrifað undir samning um árangursstjórnun við sýslumannsembættið á Vesturlandi

Árangursstjórnunarsamningur undirritaður - mynd

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður á Vesturlandi, skrifuðu í dag undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytisins og sýslumannsembættisins.

Í samningnum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur samningsaðila um að lögbundin verkefni embættisins séu unnin á faglegan og hagkvæman hátt. Einnig skerpir hann á áherslum um stefnumótun, framkvæmd verkefna og áætlunargerð. Samningnum er þannig ætlað að styrkja beitingu árangursstjórnunar sem stýritækis innan sýslumannsembættisins. Samningurinn gildir í fimm ár.

Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að gerð sambærilegra samninga við öll sýslumannsembætti landsins.

Undirritun samnings.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn