Hoppa yfir valmynd
20. maí 2016 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra NATO

Jens Stoltenberg tekur á móti Lilju Alfreðsdóttur - mynd

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundaði með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í gærkvöldi, milli dagskrárliða á utanríkisráðherrafundi sem nú stendur yfir í Brussel. Þau ræddu þátttöku Íslands í störfum bandalagsins auk þess sem ráðherra greindi frá þróun mála á Íslandi. Ráðherra upplýsti um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem Alþingi samþykkti nýlega og aukna þátttöku Íslands í verkefnum bandalagsins, til dæmis með fjölgun borgaralegra sérfræðinga.

Á fundinum var farið yfir umhverfi öryggismála í Evrópu og þróun á norðanverðu Atlantshafi og norðurslóðum. Þá ræddu þau mikilvægi jafnréttismála, en Stoltenberg var einn þeirra sem tóku þátt í jafnréttisráðstefnu, svokallaðri Rakarastofuráðstefnu í höfuðstöðvum bandalagsins í mars sl., sem Ísland og Kanada stóðu fyrir. Ísland hefur staðið fyrir nokkrum slíkum ráðstefnum á alþjóðavettvangi á undanförnu ári í því augnamiði að virkja karlmenn í umræðunni um jafnréttismál.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum