Hoppa yfir valmynd
23. maí 2016 Matvælaráðuneytið

Efnahagslegur fjölbreytileiki mikilvægur

Gunnar Bragi í ræðustól við opnun Nordic Ruralities

Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra byggðamála opnaði í gær ráðstefnuna „Nordic Ruralities: Crisis and Resilence“. Um þrjú hundruð sérfræðingar á sviði byggðamála frá 27 löndum kynna rannsóknir sínar á ráðstefnunni sem haldin er í Háskólanum á Akureyri og stendur fram á þriðjudag.

Í ávarpi sínu sagði Gunnar Bragi m.a. frá mótun nýrrar byggðaáætlunar sem þessar vikurnar er í kynningu og umræðu um allt land. Þá fór hann yfir mikilvægi efnahagslegs fjölbreytileika fyrir landsbyggðina og hvernig ríkisstjórnin er að mæta því, m.a. með styrkjum til ljósleiðaravæðingu fyrir landsbyggðina.

Meðal viðfangsefna ráðstefnunnar má nefna ímynd norðurslóða í kvikmyndum, áfengis- og vímuefnaneyslu ungs fólks, svæðisbundin áhrif háskólastarfs, skipulag heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og húsnæðismarkað, áhrif fiskveiðistjórnunar á byggðaþróun og starfsemi frumkvöðla af erlendum uppruna í dreifðum byggðum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum