Velferðarráðuneytið

Morgunverðarfundur um húsnæðismál 25. maí

Fjölbýli - Ljósmyndari Yadid Levy / Norden.org
Fjölbýli

Velferðarráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi um húsnæðismál 25. maí næstkomandi. Á fundinum mun félags- og húsnæðismálaráðherra kynna niðurstöður nýrrar könnunar á viðhorfum leigjenda og húseigenda til húsnæðismarkaðarins og fulltrúar ýmissa aðila sem koma að húsnæðismálum taka þátt í pallborði og svara fyrir spurnum úr sal.

Fundurinn verður haldinn í aðalsal Grand hótels og stendur frá kl. 8:30-9:50. Boðið verður upp á léttan morgunverð á meðan fundinum stendur.

Fundarstjóri er Þórhallur Gunnarsson.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn