Hoppa yfir valmynd
27. maí 2016 Matvælaráðuneytið

Um breytt eignarhald Thorsil ehf.

Þann 30. maí 2014 gerði iðnaðar- og viðskiptaráðherra, f.h. ríkisstjórnar Íslands, fjárfestingarsamning við einkahlutafélagið Thorsil. Markmið félagsins er að eiga og reka kísilver í Helguvík á Reykjanesi með áætlaðri ársframleiðslugetu upp á 54.000 tonn af kísilmálmi.

Í tengslum við fjármögnun verkefnisins hafa nú verið gerðar breytingar á eignarhaldi félagsins á þann hátt að hluthafar í Thorsil ehf. framseldu hluti sína í félaginu til félagsins Thorsil holding hf. gegn hlutum í því. Í framangreindum fjárfestingarsamningi er ákvæði sem takmarkar meiri háttar framsal eignarhluta félagsins við samþykki ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti samþykkt umrædda breytingu á eignarhaldi Thorsil ehf.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum