Hoppa yfir valmynd
2. júní 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Uppskeruhátíð Biophilia menntaverkefnisins í Reykjavík

Frístundaheimilið Úlfabyggð - mynd
Fimmtudaginn 2. júní fór uppskeruhátíð Biophilia menntaverkefnisins fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Börn sýndu fjölbreytt sköpunarverk á opnunarathöfninni en sýning á verkunum verður opin fyrir gesti og gangandi alla helgina.

Biophilia menntaverkefnið var eitt af formennskuverkefnum Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014. Verkefnið er leitt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og stendur út árið 2016.

Síðastliðin þrjú ár hafa skólar frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Íslandi, Færeyjum, Álandseyjum og Grænlandi tekið þátt í Biophilia menntaverkefninu með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni.

Á uppskeruhátíðinni má sjá afrakstur þess frjóa starfs sem farið hefur fram í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Reykjavík í norrænu samstarfsverkefni um Biophiliu. Á hátíðinni eru Biophilia sköpunarverk kynnt og sýnd af börnunum með tónlist, máli og myndum.  Þátttakendur í verkefninu eru: Austurbæjarskóli, Dalskóli, Frístundamiðstöðin Gufunesbær, Fossvogsskóli, leikskólinn Miðborg, leikskólinn Kvistaborg, Sæmundarskóli, Vogaskóli.

Spenntir áhorfendur

Sýningarstjóri er Curver Thoroddsen listamaður.

Biophilia menntaverkefnið er samstarfsverkefni Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Norrænu ráðuherranefndarinnar, Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum