Hoppa yfir valmynd
2. júní 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun Nýræktarstyrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Þrír höfundar hljóta Nýræktarstyrkina í ár fyrir verk sín: Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur, Smáglæpir eftir Björn Halldórsson og Afhending eftir Vilhjálm Bergmann Bragason.

Verðlaunahafar og ráðherraFimmtudaginn 2. júní veitti Miðstöð íslenskra bókmennta þremur nýjum höfundum Nýræktarstyrki til útgáfu á verkum þeirra, en hver styrkur nemur 400.000 kr. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti hverjir hlutu styrkina í ár við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins og er þetta í níunda skipti sem Nýræktarstyrkjum er úthlutað.

Nýræktarstyrkir eru sérstakir styrkir til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda og er þar átt við skáldverk í víðri merkingu þess orðs, sögur, ljóð, leikrit, eða eitthvað allt annað. 

Í ár bárust 35 umsóknir um Nýræktarstyrki. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, smásögur og glæpasögur. 

Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta hljóta að þessu sinni eftirtalin verk og höfundar:

Einsamræður
Örsögur

Höfundur: Birta Þórhallsdóttir (f. 1989)

Birta er MA nemandi í Ritlist við Háskóla Íslands, verkið er hluti af lokaverkefni hennar, sem hún hefur unnið undir leiðsögn Óskars Árna Óskarssonar.

Smáglæpir
Smásögur

Höfundur: Björn Halldórsson (f. 1983)

Björn Halldórsson er með BA-gráðu í enskum og amerískum bókmenntum frá Háskóla East Anglia héraðs í Norwich, Englandi og MFA gráðu í skapandi skrifum frá Háskólanum í Glasgow.

Afhending
Leikrit

Höfundur: Vilhjálmur Bergmann Bragason (f. 1988)

Vilhjálmur hefur nýlokið MA námi í leikhúsbókmenntum og leikritun frá RADA, Royal Academy of Dramatic Arts í London.

 


 

 

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum