Hoppa yfir valmynd
9. júní 2016 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra ræðir mannréttindi og flóttafólk við mannréttindafulltúa Evrópuráðsins

Lilja Alfreðsdóttir og Nils Muiznieks. - mynd

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tók í dag á móti Nils Muiznieks, mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, sem er ein helsta og elsta mannréttindastofnun Evrópu. Á fundinum ræddu þau m.a. málefni flóttafólks og ítrekaði utanríkisráðherra mikilvægi heildstæðra lausna sem beindust að rót vandans. Hún skýrði frá aðgerðum stjórnvalda við móttöku flóttafólks og sagði aðlögum þeirra hafa gengið mjög vel. Þá ræddu þau ástandið í austurhluta Úkraínu og stöðu mannréttindamála. Muiznieks fagnaði því að íslensk stjórnvöld hyggjast opna aftur fastanefnd við Evrópuráðið í Strassborg, en henni var lokað í upphafi árs 2009.

Muiznieks hittir einnig forseta Íslands, velferðarráðherra, umboðsmann Alþingis, þingmenn í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins og fulltrúa innanríkisráðuneytsins í Íslandsheimsókn sinni.

Á morgun föstudag 10. júní, mun hann svo halda opinn fyrirlestur í Norræna húsinu um áhrif átaka og hryðjuverka á virðingu fyrir mannréttindum. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum