Hoppa yfir valmynd
10. júní 2016 Matvælaráðuneytið

Styrkir veittir úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar fyrir árið 2016

Mynd: Norden
Íslenskur hestur

Úthlutað hefur verið úr sjóði þróunarfjárframlags til hrossaræktar fyrir árið 2016. Markmið styrkveitinganna er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins. Lögð er megin áhersla á að styrkja átaks- og nýsköpunarverkefni sem geta orðið sjálfbær eftir að þróunartímabili þeirra lýkur, útgáfu- og kynningarstarfsemi og hagnýtar rannsóknir. Úthlutað var 5,6 milljónum króna í þetta sinn.

Eftirfarandi er listi yfir úthlutun úr sjóðnum í ár:

Verkefni Umsækjandi Styrkveiting
Heimur hestsins - fróðleikur um íslenska hestinn fyrir börn Félag hrossabænda og Landsamband hestamannafélaga 2.000.000
Hestatorg (The Icelandic Horse Plaza) - Landsmót á Hólum í Hjaltadal 2016 Félag hrossabænda, Félag tamningamanna, Landssamband hestamannafélaga, Landsmót ehf., Hólaskóli, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Sögusetur íslenska hestsins og WorldFengur - BÍ. 1.500.000
Líffræðileg virkni mismunandi méla og beislisbúnaðar á munn hesta Sigríður Björnsdóttir og Torbjörn Lundström 1.000.000
Könnun á markaði fyrir íslensk hross Félag hrossabænda og Landsamband hestamannafélaga 700.000
Enska útgáfa bókarinnar "Alte Zuchtlinien" í tilefni Landsmóts á Hólum Verlag Alpha Umi UG - Caroline Kerstin Mende 200.000
Könnun á mati á eiginleikanum vilji og geðslag í kynbótadómi í íslenskri hrossarækt Heiðrún Sigurðardóttir 200.000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum