Hoppa yfir valmynd
13. júní 2016 Matvælaráðuneytið

21. ráðstefna sjávarútvegsáðherra Norður-Atlantshafsins í St. Pétursborg 8-11. júní 2016

Ráðherrar þjóðanna á NAFMC
Ráðherrar þjóðanna á NAFMC

Gunnar Bragi, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sat 21. ráðstefnu sjávarútvegsáðherra Norður-Atlantshafsins í St. Pétursborg 8-11. júní. Þau ríki sem funda eru Rússland, Kanada, Noregur, Færeyjar, Grænland og Evrópusambandið fyrir hönd aðildarríkja þess. Hafa þessar ráðstefnur í gegnum árin nýst mjög vel sem góður umræðuvettvangur fyrir ráðherrana um fiskveiði og fiskveiðistjórnun.

Þema ráðstefnunar að þessu sinni var "Vísindalegar rannsóknir sem verkfæri til þess að tryggja sjálfbærar fiskveiðar og vistkerfi sjávar.

Í ræðu sinni á fundinum fór Gunnar Bragi fór yfir vísindalegan grunn Íslands við fiskveiðistjórnina og þýðingu þess að treysta á vísindaleg gögn. Mikilvægast sé að ná samningum milli allra þjóðanna fyrir utan Kanada um nýtingu svo kallaðra deilistofna en nú þegar liggi fyrir nægjanlega mikið af vísindagögnum sem segja okkur að slíkt sé það eina skynsamlega í stöðunni.
Frá fundi NAFMC 2016

21st-NAFMC-6-9-June-2016-GBS
21st-NAFMC-6-9-June-2016-GBS

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum