Hoppa yfir valmynd
14. júní 2016 Matvælaráðuneytið

Ráðherra ávarpar ráðstefnu í Brussel um jarðvarma.

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sækir á morgun og ávarpar ráðstefnu á vegum European Geothermal Energy Council í Brussel. Ráðstefnan er hluti af orkuviku ESB sem nú stendur yfir í Brussel. Á ráðstefnunni verður sérstaklega fjallað um möguleika á sviði jarðvarma til hitaveitu og mun ráðherra fara yfir hvað Ísland hefur fram að færa í þeim efnum. Stór hluti orkunotkunar í ESB fer til húshitunar og er hún að mestu leyti drifin af jarðefnaeldsneyti en markmið ESB er að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa eins og kostur er, þ.m.t. jarðvarma. Að auki mun ráðherra á morgun eiga fundi í Brussel í tengslum við orkuviku ESB. Á leið sinni til Brussel í dag mun ráðherra vera viðstaddur leik Íslands gegn Portúgal á EM. Viðbótarkostnaður vegna þess er greiddur af ráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum