Hoppa yfir valmynd
15. júní 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnir íslenska menningu í Frakklandi

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði í gær handverkssýningu á ráðhústorgi Saint-Étienne, ásamt Gaël Perdriau borgarstjóra borgarinnar og Paolo Vistas borgarstjóra portúgölsku borgarinnar d'Oeiras.
Á sýningunni eru vörur og handverk frá fjölda Evrópulanda, þar á meðal frá Gibaud, dótturfélagi Össurar hf.

Auk þess að vera viðstaddur leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM mun ráðherra sækja fjölda menningarviðburða á næstu dögum og kynna íslenska listamenn og menningu fyrir Frökkum.

Franskir fjölmiðlar eru mjög áhugasamir um íslenska liðið og ekki síður um íslenskar bókmenntir, tónlist og menningu. Hér  má sjá umfjöllun á frönsku sjónvarpsstöðvunum France 3 og T7 um þátttöku Íslands , m.a. er talað við Ara Allansson stjórnanda Air d‘Islande menningarhátíðarinnar og  Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. Íslenskir stuðningsmenn koma að sjálfsögðu einnig við sögu!


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum