Hoppa yfir valmynd
16. júní 2016 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglum um lögræðissviptingar, lögráðamenn og ráðsmenn til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að reglum um skrá um lögræðissvipta menn, lögráðamenn og ráðsmenn. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin á netfangð [email protected] til og með 1. júlí næstkomandi.

Samkvæmt lögræðislögum nr. 71/1997, sbr. lög nr. 84/2015, heldur Þjóðskrá Íslands skrá um lögræðissvipta menn, lögráðamenn og ráðsmenn., sbr. 6. mgr. 14. gr., 3. mgr. 40. gr. og 2. mgr. 57. gr. laganna.  Með breytingu á lögræðislögum fluttist skráin til Þjóðskrár Íslands 1. janúar 2016 en fram til þess tíma var skráin haldin í innanríkisráðuneytinu.

Samkvæmt lögunum er ráðherra heimilt að setja nánari reglur um hvað beri að skrá, svo sem um tímamörk sviptingar og aðgang að upplýsingum úr skránni, sem og miðlun upplýsinga úr henni. Meðfylgjandi drög að reglum um skrána voru unnin í ráðuneytinu að höfðu samráði við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu og Þjóðskrá Íslands.

Í drögum að reglunum er m.a. tekið á því hvaða upplýsingar skuli færa í skrána, hverjir hafi aðgang að henni, og hvernig útgáfu vottorða og rafrænni miðlun upplýsinga úr skránni skuli háttað. Enn fremur eru ákvæði um persónuvernd og önnur skilyrði til að geta öðlast aðgang að skránni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum