Hoppa yfir valmynd
21. júní 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Innritun nýnema í framhaldsskóla á haustönn 2016 er lokið

Alls bárust umsóknir frá 4.139 nemendum. 90 % nemenda fengu skólavist í þeim skóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 9% nemenda í þeim sem þeir völdu númer tvö.

Eitt prósent nemenda fengu ekki skólavist í þeim skólum sem þeir völdu og var þeim því fundin skólavist í öðrum skólum. Til samanburðar má geta þess að á haustönn 2015 fengu 86% nemenda skólavist í fyrsta vali, 12% í öðru vali og 2% nemenda var fundin skólavist í þriðja skóla. Hlutfall þeirra sem fengu inni í sínu fyrsta vali hefur aldrei verið hærra en nú.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum