Hoppa yfir valmynd
23. júní 2016 Matvælaráðuneytið

Punktar varðandi aflaráðgjöf og ákvörðun um heildarafla fyrir fiskveiðiárið 2016-2017

Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun

Þann 8. júní 2016, kynnti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf sína um heildarafla nytjastofna á fiskveiðiárinu 2016-2017. Í kjölfarið átti ráðherra samráðsfundi með fulltrúum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Landssambandi smábátaeigenda og samtökum sjómanna, þar sem leitað var eftir viðhorfum þessara aðila til ráðgjafarinnar.

Á þessum fundum komu fram spurningar og athugasemdir, sem ráðherra taldi ástæðu til að bregðast við og fékk því fulltrúa Hafrannsóknastofnunar til fundar þann 20. júní til að skýra vissa þætti í ráðgjöfinni. Helstu vonbrigði, sem fram höfðu komið, voru að þorskafli skyldi ekki aukast meir samkvæmt ráðgjöfinni sem gerir ráð fyrir 5 þúsund tonna aukningu, en spá um viðmiðunarstofn 2016 í ráðgjafarskýrslunni 2015 gaf væntingar um talsvert meiri aukningu. Þá þótti einhverjum það skjóta skökku við að nú væru nokkrir árgangar í þorskstofninum léttari, samkvæmt mati Hafrannsóknastofnunar, þótt flestir væru sammála um að meðalþyngd í afla færi stöðugt vaxandi. Enn fremur voru vangaveltur um eðli aflareglu og fleira er varðar rannsóknir og ráðgjöf.

Helstu atriði sem finna má í samantekt Hafrannsóknastofnunar

  • Meðalaldur þorsks í afla hefur aukist um u.þ.b. eitt ár frá aldamótum og meðalþyngd þorsks um hátt í eitt kg. á sama tíma. (viðauki I)
  • Gerð er grein fyrir því hvernig stofnunin spáir fyrir um meðalþyngd í afla ársins út frá þyngd einstakra árganga í vorralli. (viðauki II)
  • Hvernig bæta má nýtingu hvers árgangs með hóflegu veiðiálagi. (viðauki III)

Samantekt Hafrannsóknastofnunar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum