Hoppa yfir valmynd
24. júní 2016 Matvælaráðuneytið

Leyfilegur heildarafli fiskveiðiárið 2016-17. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fylgt líkt og undanfarin ár.

Fiskur á ís
Fiskur á ís

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda fyrir næsta fiskveiðiár, 2016/2017 eftir samráð í ríkisstjórn. Ráðherra fylgir tillögum Hafrannsóknarstofnunnar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Í samráði í ríkisstjórninni ítrekaði ráðherra nauðsyn þess að stórauka fjármagn til hafrannsókna.

„Ráðgjöf Hafrannsókarstofnunar var viss vonbrigði miðað við væntingar. Við erum að sjá ákveðin lúxusvanda á Íslandi vegna góðrar fiskveiðistefnu og þurfum að styrkja hafrannsóknir til þess að leita skýringa á því til dæmis hversvegna nokkrir árgangar þorsksins eru að léttast.“ Sagði Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Margir nytjastofna á Íslandsmiðum eru í ágætu jafnvægi og nýting þeirra hófleg, eins og segir í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar. Veiðum úr mörgum mikilvægustu nytjastofnum á Íslandsmiðum er stýrt á grundvelli aflareglna sem hafa verið prófaðar af Alþjóða hafrannsóknaráðinu (ICES) og standast alþjóðleg varúðarsjónarmið.


Þessar aflareglur styrkja einnig stöðu íslenskra sjávarafurða á alþjóðamarkaði, enda er vaxandi áhersla markaðsaðila erlendis á að selja sjávarafurðir sem vottaðar eru sem sjálfbærar.

Um mikilvægasta nytjastofninn, þorskinn er það að segja að nýliðun undangengin allmörg ár hefur verið nokkuð undir meðallagi en stækkun stofnsins á undanförnum árum talin bein afleiðing af minni sókn.

Hafrannsóknastofnun ráðleggur lægra aflamark í nokkrum fiskistofnum. Það hefur vakið athygli hversu nýliðun margra hlýsjávarstofna hefur minnkað á undanförnum árum. Þannig hefur hallað undan fyrir keilu, löngu, blálöngu,skötusel, langlúru, humri og fleiri tegundum sem að mestu halda sig í hlýjum sjó við suður- og vesturströndina. Ástæður fyrir þessari neikvæðu þróun í nýliðun margra stofna eru ekki þekktar en nærtækast er að leita skýringa í breyttum umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland síðastliðin 10–15 ár.

Hafa skal í huga að í haust verður ákveðið aflamark 2017 fyrir mikilvæga uppsjávarstofna samkvæmt venju.

Í meðfylgjandi töflu er sýnd ákvörðun ráðherra um heildaraflamark fyrir einstaka fisktegundir og til samanburðar er heildaraflamark á yfirstandandi fiskveiðiári.

Tegund Lestir 2016/17 2015/16
Blálanga 2.040 2.600
Djúpkarfi 12.922 10.000
Grálúða 13.536 12.400
Gullkarfi* 47.205 48.500
Gulllax 7.885 8.000
Humar 1.300 1.500
Íslensk sumargotssíld 63.000 70.200
Keila* 3.380 3.000
Langa* 8.143 15.000
Langlúra 1.110 1.100
Litli karfi 1.500 1.500
Sandkoli 500 500
Skarkoli 7.330 6.500
Skrápflúra 0 0
Skötuselur 711 1.000
Steinbítur 8.811 8.200
Ufsi 55.000 55.000
Úthafsrækja 4.100 4.000
Ýsa 34.600 36.400
Þorskur 244.000 239.000
Þykkvalúra/Sólkoli 1.087 1.300

*Minni en ráðgjöf vegna veiða annara ríkja í samræmi við tvíhliða samninga þar að lútandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum