Hoppa yfir valmynd
27. júní 2016 Matvælaráðuneytið

Samningar tókust um loðnuvertíðina 2016/17

Loðna
Loðna


Samingafundur um loðnu var haldinn í Álasundi 22.-24. júní 2016 milli Íslands, Grænlands og Noregs. Meginefni fundarins var að ná samningi um vertíðina 2016/17.
Samningar um 2016/17 tókust og eru nær þeir sömu og 2015/16 fyrir utan að Grænland má nota tvö skip til að vinna afla um borð en heildarmagnið(6.500 tonn) er það sama. Samið var um að nota sömu aflareglu og 2015/16, en reglan hefur áður hlotið viðurkenningu Alþjóðahafrannsóknaráðsins.
Næsta haust verður hafin vinna að kröfu Grænlendinga um nýja skiptingu loðnustofnsins milli þjóðanna en þeir hafa sett fram kröfu um hærri hlut.

"ég fagna því að samningar hafi tekist og þjóðirnar náð sátt um að gera þetta skynsamlega og í samræmi við stefnu um sjálfbærar veiðar" sagði Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Samninganefnd Íslands var skipuð Jóhanni Guðmundssyni skrifstofustjóra sem fór fyrir nefndinni, Baldri P. Erlingssyni lögfræðingi, Þorsteini Sigurðssyni fiskifræðingi, Jens G. Helgasyni formanni SFS og Ingimundi Ingimundarsyni frá HBGranda.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum