Hoppa yfir valmynd
29. júní 2016 Matvælaráðuneytið

Ákvörðun veiðigjaldsnefndar um veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017.

 

Veiðigjaldsnefnd hefur ákvarðað veiðigjald helstu nytjastofna á Íslandsmiðum fyrir næsta fiskveiðiár. Veiðigjaldsnefnd er skipuð samkvæmt lögum 74/2012  fólki sem hefur þekkingu á sviði hagfræði, sjávarútvegsmála og reikningshalds.

Í lögum 74/2012 um veiðigjald er lögfestar eftirfarandi reiknireglur:

Heildarveiðigjöld vegna veiða á uppsjávarfiski = 0,33(EBT fiskveiða + 0.25(EBT vinnslu))

Heildarveiðigjöld vegna botnfiskveiða            = 0,33(EBT fiskveiða + 0,05(EBT í vinnslu))

Samkvæmt lögum nr. 74/2012 ber að birta fjárhæð veiðigjalds samkvæmt ákvörðun veiðigjaldsnefndar fyrir komandi fiskveiðiár með reglugerð fyrir 15. júlí ár hvert.

Þróun hagnaðar og fjárhæð veiðigjalds

Þau gögn sem liggja til grundvallar eru: Gögn Hagstofu Íslands sem ná til almanaksársins 2014, gögn Hafrannsóknarstofnunar um heildarsókn ná annars vegar til almanaksársins 2014 vegna útreiknings á heildarfjölda sóknardaga ólíkra skipaflokka og hins vegar vegna úthalds veiðiferða frá 1. apríl 2015 til 31. mars 2016, en þetta eru nýjustu fáanlegu gögn. Gögn Fiskistofu um aflaverðmæti ná til sama tímabils.

Glögglega má sjá þann mikla samdrátt (um 47%) sem varð í samtals EBT hagnaði veiða milli 2013 og 2014 (tafla 1).  Skýringa þessa er að leita í aflasamdrætti, verðlækkunum sem og hækkunum ákveðinna kostnaðarliða, s.s. fjármagnskostnaðar og annars kostnaðar að mati veiðigjaldanefndar.

Tafla 2 sýnir þróun EBT hagnaðar ólíkra tegunda vinnslu frá 2009 til 2014. Þar sem hagnaður minnkaði i vinnslu um 35% milli áranna 2013 og 2014.

Hlutfallslega minni samdráttur EBT hagnaðar vinnslu en veiðum skýrist af minni kostnaðarbreytingum í vinnslu en veiðum að mati veiðigjaldanefndar.

 

Tafla 1 EBT hagnaður fiskveiða 2009-2014 heimild: Hagstofa Íslands
Hreinn hagnaður EBT m.kr. Samtals
  2009 10.733
  2010 18.617
  2011 23.218
  2012 22.119
  2013 27.985
  2014 14.873

 

Tafla 2 EBT hagnaður fiskvinnslu 2009-2014 heimild: Hagstofa Íslands
Hreinn hagnaður EBT m.kr. Samtals

2009 17.957

2010 14.694

2011 21.713

2012 24.437

2013 32.779
  2014 21.432

Veiðigjaldanefnd áætlar að heildarveiðigjöld samkvæmt nýrri ákvörðun verði samtals 5.780 mkr. Að teknu tilliti til skuldaafsláttar og afsláttar smærri útgerða má ætla að gjöldin nemi 4,780 mkr.. Vakin er athygli á því að frá og með fiskveiðiári 2015/2016 er aðeins um að ræða heildarveiðigjöld ekki almennt og sérstakt eins og áður var. Þá er þetta síðasta fiskveiðiárið þar sem til greina kemur tímabundinlækkun á veiðigjöldum vegna kvótakaupa, sem sett var á 2012.


Til frekari útskýringa er vísað til meðfylgjandi ákvörðunar Veiðigjaldsnefndar sem formlega var afhent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 27. júní 2016.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum