Hoppa yfir valmynd
30. júní 2016 Matvælaráðuneytið

Heimild til að flytja aflaheimild í makríl milli ára eykst um 10%

"Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur samþykkt beiðni útgerða um að hverju skipi verði heimilt að flytja allt að 20% af úthlutuðum aflaheimildum í makríl frá árinu 2016 til ársins 2017. Núgildandi heimild miðast við 10% af úthlutuðum aflaheimildum í makríl.
Eftir að viðskiptabann Rússlands skall á sumarið 2015 var heimild til að flytja aflaheimildir fiskiskipa í makríl frá árinu 2015 yfir á 2016 aukin vegna fyrirsjánlegra erfiðleika í markaðssetningu afurðanna.
Gunnar Bragi: "Enn eru óvissar makaðsaðstæður fyrir makrílafurðir vegna viðskiptabanns Rússlands og því teljum við rétt að veita áfram aukið svigrúm til að auðvelda fyrirtækjunum að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum."
Í samræmi við framangreint verður gefin út reglugerð með heimildum samkvæmt þessu."

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum