Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2016 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 56/2016 Úrskurður 24. júní 2016

Mál nr. 56/2016                     Eiginnafn: Silfur

 

              

 

Hinn 24. júní 2016 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 56/2016 en erindið barst nefndinni 6. júní:

 

Eiginnafnið Silfur (kvk.) tekur íslenskri beygingu, Silfur – um Silfi – frá Silfi – til Silfar.  Á sama hátt beygjast ýmis kvenmannsnöfn, s.s. Auður og Unnur.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Silfur (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsmynd þess, Silfar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum