Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2016 Forsætisráðuneytið

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Varsjá

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem haldin er í Varsjá 8. og 9. júlí.

Meginþemu fundarins eru viðbúnaður og varnir bandalagsins og stöðugleiki handan landamæra þess. Einnig munu leiðtogar ræða samskiptin við Rússland og leiðir til að draga úr spennu. Þá verður fundað um þjálfunaraðgerð bandalagsins í Afganistan með samstarfsþjóðum þar í landi og að síðustu verður fundur með forseta Úkraínu um stöðu mála og stuðning bandalagsins.

Utanríkisráðherrar bandalagsríkja og varnarmálaráðherrar munu einnig funda sín í millum og með samstarfsþjóðum á meðan á leiðtogafundinum stendur.

Síðast var leiðtogafundur NATO haldinn í Wales í september 2014.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum