Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framlengdur frestur til umsagna um frumvarp um námslán og námsstyrki

Frumvarp til laga um námslán og námstyrki var lagt fram á Alþingi sem þingskjal 1373.

Auglýst var eftir umsögnum um frumvarpið þann 6. júní sl., með umsagnarfresti til 1. júlí sl.  Frestur til að senda inn umsagnir hefur verið framlengdur til 10. ágúst næstkomandi. Umsagnir óskast sendar á netfangið [email protected] .  Markmið breytinga á lögunum er að tryggja jafnan aðgang að námi með fullri framfærslu, skapa aukið réttlæti og gegnsæi við úthlutun styrkja og að skapa fyrirsjáanleika fyrir námsmenn og lánasjóðinn. Jafnframt er markmiðið að gefa námsmönnum aukinn kost á að mennta sig án skuldsetningar.

Með frumvarpinu er einnig brugðist við breytingum á íslensku menntakerfi og athugasemdum frá Ríkisendurskoðun og hagsmunahreyfingum námsmanna, sem og öðrum hagsmunaaðilum.  Þá er stefnt að því að auka gagnsæi í nýtingu ríkisfjár með því að gera ríkisstyrki til námsmanna sýnilegri og jafnari en áður og að bregðast við áhættugreiningum sem gerðar hafa verið á núverandi námslánakerfi og þeirri þróun sem fyrirséð er miðað við greiningar.

Umsögnum um frumvarpið skal láta ráðuneytinu í té fyrir 10. ágúst nk. á netfangið   [email protected] merkt í efnislínu: "Samráð um frumvarp til laga námslán og námsstyrki".   Umsagnir er einnig hægt að senda með bréfpósti til mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík. 

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum