Hoppa yfir valmynd
15. júlí 2016 Utanríkisráðuneytið

Vegna fregna af valdaráni í Tyrklandi

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur verið virkjuð vegna fregna af valdaráninu í Tyrklandi og beinir þeim tilmælum til íslenskra ferðamanna í Tyrklandi og Íslendinga búsettum í landinu að láta aðstandendur á Íslandi vita af sér. Flestar samskiptaleiðir aðrar en símalínur virðast lokaðar í Tyrklandi og tekið hefur í gildi útgöngubann í helstu borgum. Beinir utanríkisráðuneytið þeim tilmælum til Íslendinga að halda sig innandyra og fylgjast náið með þróun mála hvar sem það er statt í landinu. Utanríkisráðuneytið aflar frekari upplýsinga og verða frekari tilmæli send út eftir því sem ástand mála þróast. Hægt er að ná í borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 5459900 allan sólarhringinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum