Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2016 Forsætisráðuneytið

Almenningur boðinn velkominn á Austurvöll

Athöfn vegna embættistöku forseta Íslands fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu mánudaginn 1. ágúst og hefst dagskrá kl. 15.30. 

Ríkisútvarpið verður með beina útvarpssendingu frá athöfninni í kirkju og beina sjónvarpsútsendingu frá athöfninni í þinghúsi. Útsendingunni verður varpað út á Austurvöll og verður sérstakur skjár settur upp svo þeir sem þar eru staddir geti fylgst með því sem fram fer. 

Almenningur er boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta.

Dagskrá athafnarinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum