Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2016 Utanríkisráðuneytið

Farþegar til Kanada þurfa rafræna ferðaheimild

Kanadísk stjórnvöld hafa upplýst utanríkisráðuneytið um að frá og með 29. september 2016 verði allir þeir sem fljúga til Kanada að hafa rafræna ferðaheimild, svokallaða eTA. Þetta á einnig við um þá sem millilenda þar. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til íslenskra ríkisborgara sem hyggjast fljúga til Kanada að sækja um rafræna ferðaheimild í tíma. 

Í mars sl. hófu kanadísk stjórnvöld að krefjast rafrænnar ferðaheimildar en veittu jafnframt hálfs árs aðlögunartíma fyrir farþega. Honum lýkur í september og þá verða flugfarþegar að hafa slíka heimild, að frátöldum kanadískum og bandarískum ríkisborgurum og farþegum með gilda vegabréfsáritun. 

Rafræna áritunin er tengd vegabréfi og gildir í allt að fimm ár en skemur ef vegabréf rennur út fyrir þann tíma. Sótt er um á netinu og beina kanadísk yfirvöld þeim tilmælum til ferðalanga að þeir sæki um áður en þeir festa kaup á farmiða til Kanada. 

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu kanadískra stjórnvalda og á síðu sendiráðs Kanada á Íslandi 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum