Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um talnagetraunir til umsagnar

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár með síðari breytingum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 26. ágúst næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Breyting reglugerðarinnar, sem er nr. 1170/2012 , er í því fólgin að við b-lið 2. mgr. 11. gr.  hennar bætist nýr málsliður svofelldur: Fari vinningsupphæð ,,Ofurtölunnar” yfir 50 milljónir evra verður þeirri fjárhæð sem umfram er bætt við sama útdrátt fyrir 1. vinningsflokk.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn