Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um talnagetraunir til umsagnar

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár með síðari breytingum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 26. ágúst næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Breyting reglugerðarinnar, sem er nr. 1170/2012 , er í því fólgin að við b-lið 2. mgr. 11. gr.  hennar bætist nýr málsliður svofelldur: Fari vinningsupphæð ,,Ofurtölunnar” yfir 50 milljónir evra verður þeirri fjárhæð sem umfram er bætt við sama útdrátt fyrir 1. vinningsflokk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira