Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2016 Innviðaráðuneytið

Samráð ESB um útleigu á vöruflutningabílum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf nýlega opið samráð um endurskoðun tilskipunar um notkun vöruflutninga bifreiða sem leigðar hafa verið af bílaleigum til flutninga á vörum á vegum. Samráðið stendur til 4. nóvember 2016.

Tilskipunin er nr. 2006/1 er að efni til um 25 ára gömul. Miðaðist hún við aðstæður þess tíma. Með henni var ætlunin að hafa nýtingu aðfanga eins góða og hægt væri, t.d. með því að hægt væri að leigja ökutæki til vöruflutninga í stað þess að kaupa og þar með binda fjármagn sem hægt væri að nýta betur með öðrum hætti. Þá var ætlunin að auka sveigjanleika og þar með framleiðni þeirra sem áttu undir reglurnar.

Könnun hefur leitt í ljós að tilteknar hindranir á þessari heimild sem mögulegt er að leggja á samkvæmt tilskipuninni eru andstæðar atriðum í grunnstefnu Evrópusambandsins svo sem eins og að draga úr notkun kolefniseldsneytis. Þar sem takmörk eru á notkun leiguökutækja til vöruflutninga reyna fyrirtæki að eiga sjálf ökutækin sem þau síðan nota lítið auk þess sem þau eru eldri en meðalaldur bifreiðaflota ríkjanna er að öðru leyti. ESB er því að endurskoða tilskipunina í þeim tilgangi að auka heimildir til að nota leigð ökutæki til vöruflutninga sem og farþegaflutninga sé ástæða til þess.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum