Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2016 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður strandveiða 2016

Strandveiðibátur

Við breytingar á úthlutunum aflaheimilda milli svæða fyrir árið 2016 var tilgangurinn m.a. að ná meiri jöfnuði á meðalveiði á bát. Á strandveiðivertíðinni sem nú er nýlokið náðist það markmið að ná jafnari meðalveiði á bát. Svæði D sker sig hins vegar töluvert úr en þar er veiði að jafnaði mun lakari en á hinum svæðunum.  Vannýtt aflaheimild hefur verið í lok tímabila töluverð á svæði D samanborið við önnur svæði, slíkt á þó ekki við vegna ársins 2016 þar sem allar aflaheimildir nýttust.

Í ráðuneytinu er nú unnið að endurskoðun strandveiðikerfisins. Þar er m.a. skoðað sérstaklega að hvort hefja eigi strandveiðitímabilið á svæði D fyrr til að koma til móts við óskir sjómanna á svæðinu en þeir telja fiskigöngu aðra m.v. tímabilið sem gefið er til veiða skv. lögum.  

Til upplýsinga:

Við úthlutun aflaheimilda er byggt á svæðaskiptingu;

  • svæði A) nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps
  • svæði B) nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps
  • svæði C) nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps
  • svæði D) nær frá Hornafirði til Borgarbyggðar

Afli sem nýttur er til strandveiða kemur af 5,3% heildarafla hverrar tegundar sem er frádegin samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða 116/2006. Þá er einnig afli til línuívilnunar, rækju og skelbóta, frístundaveiða, áframeldi á þorski og byggðastuðnings veittur af þessum prósentum af heildarafla.

Ráðstöfun aflamagnsins byggir á þingsályktun 38/145 , 2015-2016 að teknu tilliti til heildaraflamarks sem birt var í júní 2016.  

Strandveiðar hófust fyrst í júní 2009 og var heildarmagnið þá 4.000 tonn en í ár var leyfilegur heildarafli 9.000 tonn og er það aukning um 400 tonn frá fyrra ári.

Strandveiði - Fjöldi báta


Strandveiði - Meðalveiði


Strandveiði - Ónotaður kvóti


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum