Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2016 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Yfirlit um verkefni 2016 og 2017 komið út

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlit yfir helstu verkefni ráðuneytisins árin 2016 og 2017 á hinum ýmsu málefnasviðum sem heyra undir ráðuneytið. Má þar nefna verkefni er varða réttindi einstaklinga, almannaöryggi, réttaröryggi, samgöngumál, sveitarstjórnarmál, póst- og fjarskiptamál og rafræn samskipti. Lesendur eru hvattir til að senda ráðuneytinu ábendingar á netfangið [email protected].

Ritinu er skipt í nokkra kafla og meðal helstu verkefna er varða réttindi einstaklinga er vinna að stefnumótun í útlendingamálum, að styrkja réttarstöðu neytenda og að koma á fót óháðri mannréttindastofnun. Á sviði almanna- og réttaröryggis verður unnið að réttaröryggisáætlun og löggæsluáætlun, umbótum í alþjóðlegri sakamálasamvinnu og undirbúningi stofnunar Landsréttar. Á sviði sveitarstjórnarmála verða greind tækifæri til að styrkja sveitarstjórnarstigið, í fjarskipta- og póstmálum verður áfram unnið að þéttingu farnets og afnámi einkaréttar í póstþjónustu. Þá verður á sviði rafænna samskipta unnið að innleiðingu miðlægrar samráðsgáttar þar sem markmiðið er að ríki og sveitarfélög og stofnanir þeirra tileinki sér skilvirk og opin samráðsferli.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum