Hoppa yfir valmynd
7. september 2016 Matvælaráðuneytið

Tvær nýjar skýrslur um forgangsmál í ferðaþjónustu

Svidsmynda- og áhættugreining - mynd

„Menntun og hæfni“ og „Sviðsmynda- og áhættugreining“ eru tvö af þeim forgagnsverkefnum sem skilgreind eru í Vegvísi í ferðaþjónustu. Nú liggja fyrir niðurstöður þessara verkefna og voru þær kynntar á morgunfundi sem Stjórnstöð ferðamála gekkst fyrir. 

Menntun og hæfni

Einn af áhersluþáttum í Vegvísi er að styðja við hæfni og gæði í ferðaþjónustu.  Í janúar 2016 tók til starfa verkefnahópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem var ætlað að greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur sem styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og vinna að skilvirkum niðurstöðum til úrbóta.

 þessari skýrslu er fjallað um tillögur sem snerta mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu á landsvísu. Settar eru fram þrjár tillögur með forgangsverkefnum fyrir árin 2016-2018.  

  1. Þekkingasetur ferðaþjónustunnar; samstarfsvettvangur leitt af fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
  2. Starfsnám  í ferðaþjónustu. 
  3. Samspil hæfni og arðsemi.

Sviðsmynda- og áhættugreining

Sviðsmynda- og áhættugreining í íslenskri ferðaþjónustu er afrakstur einstaklingsviðtala og hópastarfs með víðtæka þekkingu hver á sínu sviði er tengist ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti.

Tilgangur verkefnisins er að setja í samhengi orsakir og afleiðingar ákvarðana og aðgerða í ferðaþjónustu, auk þess að greina helstu áhættuþættina sem geta staðið henni fyrir þrifum. Verkefnið leitast við að svara spurningunni hver verður framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030? Sviðsmyndum er þannig ætlað að kalla fram möguleg svör við þeirri spurningu.

Sviðsmyndirnar sem settar fram voru:

  • „Niceland“
  • Ferðamann – nei takk
  • Laus herbergi
  • Fram af bjargbrúninni

Sviðsmyndir eru öflug aðferð til að skilja umhverfið og skapa sameignlegan skilning á því hvað rétt sé að gera í dag til að undirbúa framtíðina.

Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins og formaður SAF, Ragnheiður Elín iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF og Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum