Hoppa yfir valmynd
9. september 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Bankastjóri Innviðafjárfestingarbanka Asíu sækir Ísland heim

Jin Liqun, bankastjóri Innviðafjárfestingarbanka Asíu, ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. - mynd

Bankastjóri Innviðfjárfestingarbanka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB), Jin Liqun, er staddur í heimsókn á Íslandi og mun meðan á dvölinni stendur hitta fulltrúa stjórnvalda og atvinnulífs. Ísland gerðist á síðasta ári stofnaðili að bankanum, en hlutverk hans er að styðja við eflingu innviða í Asíu.

Aðild Íslands að bankanum getur þýtt aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu, og er ætlað að styrkja góð samskipti Íslands og Asíuríkja.

Jin er þessa dagana í heimsókn til Norðurlanda, sem öll eiga aðild að bankanum. Ísland er fyrsta landið á Norðurlöndum sem bankastjórinn sækir heim að þessu sinni en með heimsóknunum leggur stjórn bankans áherslu á að hún metur mikils þátttöku Norðurlanda í því samstarfsverkefni sem Innviðafjárfestingarbankinn er.

Stofnfjárhlutur Íslands í bankanum miðast við stærð hagkerfisins og er um 0,018% af heildarstofnfé bankans. Sem stofnaðili verður atkvæðavægi Íslands þó mun hærra, eða um 0,28%.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum