Dómsmálaráðuneytið

Alls hafa 384 einstaklingar sótt um vernd á árinu

Alls höfðu 384 einstaklingar sótt um vernd á Íslandi til loka ágústmánaðar en á sama tíma á síðasta ári höfðu 156 umsóknir borist. Það sem af er september hefur umsækjendum ekki fækkað en alls voru þeir orðnir um 60 eftir fyrstu 12 daga mánaðarins eða fimm manns á dag að meðaltali. Þetta kemur fram í tölfræði hjá Útlendingastofnun.

Fram kemur á vef Útlendingastofnunar að húsnæði sem stofnunin hefur yfir að ráða til að taka á móti hælisleitendum er nú fullnýtt og er verið að leita fleiri úrræða í þeim efnum. Í ágústmánuði sóttu 67 einstaklingar um vernd á Íslandi frá 14 ríkjum. Komu alls 25 frá Albaníu og 10 frá Alsír. Alls voru 48% umsækjenda frá löndum á Balkanskaga.

Alls eru nú 410 hælisleitendur í þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögum, flestir hjá Útlendingastofnun en 96 hjá félagsþjónustu Reykjavíkur, 79 hjá Reykjanesbæ og 16 hjá Hafnarfjarðarbæ.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn