Hoppa yfir valmynd
13. september 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjölþjóðleg ráðstefna um menntamál

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra efnir til fjölþjóðlegrar ráðstefnu um menntamál í Reykjavík 14. og 15. september næstkomandi. Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi við alþjóðlegan hóp sérfræðinga undir forystu Andy Hargreaves prófessors við Boston College. 

Ráðherrar menntamála, embættismenn og sérfræðingar frá Arúba, Finnlandi, Írlandi, Íslandi, Kaliforníu, Ontaríó, Skotlandi og Vermont hafa boðað komu sína á ráðstefnuna. Auk þeirra taka þátt í henni þekktir sérfræðingar á alþjóðavísu um stefnumörkun og þróun menntakerfa. Meðal þeirra eru Pasi Sahlberg prófessor við háskólann í Helsinki, Jeannie Oakes prófessor í menntunarfræðum hjá Kalíforníuháskóla, Vicky Colbert stofnandi og framkvæmdastjóri Fundación Escuela Nueva í Kólumbíu og Pak Tee Ng prófessor hjá Nanyang tækniháskólanum í Singapúr.

Makmið ráðstefnunnar er að:

  • Bera saman þróun menntamála beggja vegna Atlantshafsins og skilgreina sameiginleg gildi í menntun og aðferðir við stefnumótun
  • Þróa raunhæfar aðferðir í menntamálum, einkum til að efla velferð og andlegt heilbrigði og auka jafnrétti í menntun og styrkja skóla margbreytileikans
  • Miðla reynslu og stuðla að fagmennsku í skólastarfi sem leiða til lýðræðislegra breytinga í samfélaginu
  • Sammælast um fjölþjóðlegt þróunarverkefni í menntamálum: The Atlantic Rim Collaboratory.

Frekari upplýsingar má finna á vef Atlantic Rim Collaboratory

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum