Hoppa yfir valmynd
14. september 2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Gunnar Bragi sækir ráðstefnuna „Our Ocean“ í Washington

Our Ocean
Our Ocean

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sækir þriðju „Our Ocean“ ráðstefnuna sem haldin verður 15. og 16. september í Washington. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Johns Kerrys, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fjallar hún um vernd hafsvæða, sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins, mengun sjávar og áhrif hnattrænnar hlýnunar á höfin.  

Á ráðstefnuna er boðið mörgum af helstu vísindamönnum heims á þessu sviði, stjórnmálamönnum, lykilaðilum úr viðskiptalífi og frumkvöðlum til að leita bestu lausna og skuldbindandi aðgerða til að vernda hafið og auðlindir þess.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira