Hoppa yfir valmynd
14. september 2016 Matvælaráðuneytið

Samningur um eflingu náms í Fisktækni á landsbyggðinni

Fisktækniskóli
Fisktækniskóli

Í síðastliðinni viku var samstarfssamningur milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Fisktækniskóla Íslands um áframhaldandi stuðning við eflingu og uppbyggingu náms í fisktækni undirritaður. Ráðuneytið hefur styrkt þeta verkefni frá árinu 2014 og á þessu ári verður grunnnám í fisktækni í boði á Sauðárkróki , Höfn í Hornafirði og Dalvík.

Meginmarkmið Fisktækniskólans er að vera í samstarfi með öðrum fræðsluaðilum í sjávarbyggðum á Íslandi og bjóða uppá grunnám í Fisktækni sem víðast um landið. Verknám er kennt af heimamönnum en faggreinar eru kenndar á vegum Fisktækniskólans, annaðhvort í staðbundnu námi eða fjarnámi frá Grindavík þar sem höfuðstöðvar skólans eru.

Í dag eru um 100 nemendur skráðir í grunnámi Fisktækna og um 60 hafa lokið námi á brautinni. Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra segir samninginn mikilvægan fyrir áframhaldandi vöxt Fisktækninámsins „Það er afar ánægjulegt að geta áfram veitt Fisktækniskólanum stuðning til þess að halda áfram sínu mikilvæga starfi og geta breitt boðskapinn út víðar. Þekking starfsmanna er auður fyrirtækja og hefur það sýnt sig að mikil ánægja er með námið bæði hjá nemendum og fyrirtækjum.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum