Hoppa yfir valmynd
15. september 2016 Matvælaráðuneytið

ESA telur íslenska löggjöf um innflutning á vörum úr eggjum og mjólk brjóta í bága við EES samninginn

ESA
ESA

 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti í gær rökstutt álit sitt þess efnis að gildandi lög á Íslandi, sem leyfisbinda og setja tilgreind skilyrði fyrir innflutningi á vörum úr eggjum og mjólk, séu ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. 

Markmiðið með umræddum lagareglum er að verjast sjúkdómum, t.d. vegna salmonellu og listeríu auk annarra sjúkdóma sem geta borist á milli manna og dýra, og tryggja þannig góða stöðu Íslands í þessu tilliti.

Íslandi er veittur tveggja mánaða frestur til að bregðast við áliti ESA og mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið svara innan þess tíma. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum