Velferðarráðuneytið

Íslenski jafnlaunastaðallinn gæti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd

Jafnretti
Jafnretti

Yfirmaður jafnréttismála hjá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) segir íslenska jafnlaunastaðalinn áhugaverða nýjung sem geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd. Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Arbetsliv i Norden.

Shauna Olney fer með yfirstjórn jafnréttismála hjá Alþjóðavinnumálastofnuninni og fer fyrir umræðu um konur á vinnumarkaði sem stofnunin stendur fyrir í tengslum við aldarafmæli sitt árið 2019.

Samkvæmt umfjöllun Arbetsliv i Norden hefur kynjamunur á vinnumarkaði haldist að mestu óbreyttur frá því á áttunda áratugnum. Þá sé sláandi hvað þróunin á þessu málefnasviði hefur verið hægfara þegar rýnt er í alþjóðleg gögn sem ILO hefur aflað.

Í umfjölluninni er rætt við sérfræðinga um ýmsar hliðar kynjamisréttis á vinnumarkaði, ástæður, afleiðingar og leiðir til úrbóta. Meðal annars er varpað fram þeirri spurningu hvort Íslendingar hafi fundið svarið með þróun jafnlaunastaðalsins sem er hinn fyrsti sinnar tegundar í heiminum.

Shauna Olney segir áhugavert að fylgjast með innleiðingu staðalsins á Íslandi, ekki síst fyrir það hvernig byggt er á þríhliða samstarfi ríkisins, atvinnurekenda og launafólks. Þessi sameiginlega nálgun sé mikilvæg til að vinna breytingum framgang.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn