Hoppa yfir valmynd
26. september 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norræn sérkennsluráðstefna á Íslandi

Ráðstefnan Frá hömlun til hæfni var haldin í Reykjavík 9. og 10. september síðastliðinn á vegum norrænu sérkennarasamtakanna NFSP

Markmið ráðstefnunnar var að skoða eflandi leiðir í starfi og skipulagi nemenda með sérþarfir í námi. Markhópur ráðstefnunnar voru þeir sem koma að kennslu nemenda með sérþarfir, s.s. sérkennarar, leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, námsráðgjafar, stjórnendur, starfsfólk ráðuneyta og aðstandendur.

Nordiska Förbundet för Specialpedagogik (NFSP) er samband Norðurlandanna um sérkennslu nemenda og rannsóknir á því sviði ásamt því að stuðla að aukinni fræðslu um sérkennslumál en Ísland varð aðili að sambandinu á síðari hluta 20 aldar.

Fyrirlesarar og málstofuhaldarar voru frá Norðurlöndum, Bandaríkjunum og Íslandi. Opnunarerindi ráðstefnunnar hélt Amanda Watkins, aðstoðarforstjóri Evrópumiðstöðvar fyrir þróun í sérkennslu, en hún sagði frá rannsóknarvinnu um skóla án aðgreiningar. Meðal annarra fyrirlesara má nefna dr. Önnu Lind Pétursdóttur dósent í sálarfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, dr. Douglas Fuchs og dr. Lynn Fuchs sem bæði eru prófessorar í sérkennslu og þroskasálarfræði við Vanderbilt háskólann í Bandaríkjunum og Marjatta Takala, prófessor í sérkennslu við háskólann í Oulu Finnlandi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum