Hoppa yfir valmynd
3. október 2016 Dómsmálaráðuneytið

Mörk Reykjavíkurkjördæma óbreytt

Mork-Rvikurkjordaema---Stjornartidindi-B_nr_825_2016--1-
Mork-Rvikurkjordaema---Stjornartidindi-B_nr_825_2016--1-

Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi, en frá Vesturlandsvegi á móts við Sóltorg í Grafarholti er dregin bein lína í miðpunkt Sóltorgs og þaðan eru mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatns­vegar skal dregin bein lína að borgarmörkum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar. Kjalarnes tilheyrir síðan Reykjavíkurkjördæmi norður.

Eru mörk Reykjavíkurkjördæmanna því hin sömu og við síðustu alþingiskosningar, árið 2013.

Þá hefur landskjörstjórn ákveðið að þeir íslenskir ríkisborgarar sem búsettir eru erlendis og hafa kosningarétt og sem síðast bjuggu hér á landi í Reykjavík skuli skipt milli Reykjavíkurkjördæma suður og norður þannig að á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi suður komi allir þeir sem eru fæddir 1.-15. dag mánaðar en í Reykjavíkurkjördæmi norður allir þeir sem fæddir eru 16. dag mánaðar eða síðar. Sama regla gildir um þá sem skráðir eru óstaðsettir í hús í Reykjavík.

Mork-Rvikurkjordaema---Stjornartidindi-B_nr_825_2016--1-
Mork-Rvikurkjordaema---Stjornartidindi-B_nr_825_2016--1-

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum