Hoppa yfir valmynd
4. október 2016 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um vigtun gáma um borð í skipum til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um sannprófun á þyngd hlaðinna gáma um borð í skipum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 25. október næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um sannprófun á þyngd hlaðinna gáma um borð í skipum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 25. október næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Tilgangur reglugerðarinnar er að taka upp nýjar reglur SOLAS-samþykktarinnar um brúttóþunga hlaðinna gáma. Markmið reglnanna er að tryggja rétta lestun, stöðuleika, stöflun og frágang til að koma í veg fyrir stöðugleikavandamál, að gámastæður hrynji eða gámar fari fyrir borð. Þetta er mikilvæg öryggisráðstöfun sem miðar að því að bjarga mannslífum, koma í veg fyrir meiðsl og tap á verðmætum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum