Hoppa yfir valmynd
6. október 2016 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundaði með forsætisráðherra Quebecfylkis í Kanada

Forsætisráðherra fundaði með Philippe Couillard forsætisráðherra Quebecfylkis í Kanada í dag. Á fundinum voru rædd málefni norðurslóða, loftslagsmál og sjálfbær þróun. Einnig var rætt um möguleika á styrkingu samstarfs í ferðamálum, m.a. í tengslum við beinar flugsamgöngur. Þá var fjallað um möguleika á samstarfi á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og orkuskipta, en Quebecfylki mun vera fjórði stærsti framleiðsluaðili vatnsfallsraforku í heiminum.  

Forsætisráðherra Quebecfylkis er staddur hér á landi í tengslum við ráðstefnuna „Hringborð norðurslóða“ sem haldin verður í Hörpu nú um helgina.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum