Hoppa yfir valmynd
6. október 2016 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með Timo Soini

Lilja og Timo Soini - mynd

Tvíhliða samskipti Íslands og Finnlands, efnahagsmál, norðurslóðir og öryggismál voru meðal umræðuefna Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands á fundi í Ráðherrabústaðnum fyrr í dag, en utanríkisráðherra Finnlands er staddur hér á landi í boði Lilju. Málefni Evrópu, þ.m.t. útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, og samskipti Norðurlandanna og Bandaríkjanna voru ennfremur á dagskrá fundarins.

"Samskipti Íslands og Finnlands eru blómleg og fara vaxandi ár frá ári, meðal annars á sviðum viðskipta og ferðamennsku. Við munum fagna með þessari vinaþjóð okkar með margvíslegum hætti á næsta ári þegar Finnar fagna 100 ára sjálfstæði sínu. Ennfremur ræddum við málefni norðurslóða og vorum sammála um að eiga gott samstarf innan Norðurskautsráðsins nú þegar Finnland tekur við formennsku í ráðinu á næsta ári og Ísland í framhaldinu árið 2019. Þá var óhjákvæmilegt að ræða fótboltaleik kvöldsins sem við erum bæði spennt fyrir, en vorum að öðru leyti sammála um að vera ósammála um líkleg úrslit," segir Lilja.

Á morgun munu utanríkisráðherrarnir ávarpa Hringborð norðurslóða sem sett verður í Hörpu í fjórða skipti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum