Hoppa yfir valmynd
8. október 2016 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna

Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri Sameinðu þjóðanna og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson fundaði í dag með Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum voru rædd ýmis alþjóða- og öryggismál. 

Þeir ræddu meðal annars loftslagsmál, málefni norðurslóða, heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og jafnréttismál. Þakkaði forsætisráðherra aðalframkvæmdastjóranum fyrir framlag hans meðal annars til loftslagsmála, sjálfbærrar þróunar og jafnréttismála, en undir hans forystu var Parísarsamningurinn og heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun fram til 2030 samþykkt. Þá ræddu þeir alvarlega stöðu mála í Sýrlandi. 

Aðalframkvæmdastjórinn lætur af störfum í lok árs 2016 og þakkaði forsætisráðherra honum fyrir hans mikla og góða starf við að gera heiminn betri og öruggari.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum