Hoppa yfir valmynd
17. október 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mál nr. 18/2016.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

Ákvörðun kærunefndar útboðsmála 7. október 2016

í máli nr. 18/2016:

Penninn ehf.

gegn

Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

og

Á. Guðmundssyni ehf.

 Með kæru 28. september 2016 kærði Penninn ehf. örútboð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu „Skrifstofuhúsgögn fyrir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun um val á tilboði Á. Guðmundssonar ehf. og að lagt verði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er þess krafist að kærunefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 15. gr. laga nr. 58/2013, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.

            Í ágúst 2016 auglýsti varnaraðili hið kærða örútboð innan rammasamnings „RK 04.01 Húsgögn 15400“ þar sem óskað var eftir tilboðum í húsgögn. Hinn 8. september sl. tilkynnti varnaraðili að tilboði Á. Guðmundssonar ehf. hefði verið tekið. Samkvæmt þessu er kominn á bindandi samningur og verður hann ekki felldur úr gildi eða honum breytt þótt ákvörðun kaupanda um framkvæmd útboðs eða gerð samnings hafi verið ólögmæt, sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sbr. 17. gr. laga nr. 58/2013. Þegar af þeirri ástæðu verður að hafna kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar.

Ákvörðunarorð:

Hafnað er kröfu kæranda, Pennans ehf., um að stöðva samningsgerð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og Á. Guðmundssonar ehf. um húsgögn á grundvelli örútboðsins „Skrifstofuhúsgögn fyrir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu“.

                                                                                    Reykjavík, 7. október 2016.

                                                                                    Skúli Magnússon

                                                                                    Ásgerður Ragnarsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum