Hoppa yfir valmynd
18. október 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks auglýstir að nýju

Hjálpartæki
Hjálpartæki

Velferðarráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar styrki til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks. Styrkirnir eru veittir í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem gert er ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Styrkirnir voru áður auglýstir í september síðastliðnum en ákveðið var að ítreka auglýsinguna og framlengja umsóknarfrestinn til 2. nóvember.

 

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks gerir ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Sveitarfélög bera ábyrgð á úttektum (sbr. aðgerðalið A.1 í áætluninni) en markmið úttektanna er að leiða í ljós stöðu aðgengismála í hlutaðeigandi sveitarfélagi. Í framhaldi af úttekt verði gerð áætlun um úrbætur, ef við á.

Velferðarráðuneytið mun veita styrki til þess að framkvæma umræddar úttektir. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögum sem ljúka slíkri úttekt á yfirstandandi ári 2016. Þjónustusvæði sem samanstanda af fleiru en einu sveitarfélagi, sem og ferlinefndir, geta einnig sótt um styrk.

Starfshópur metur umsóknir en forsenda fyrir greiðslu styrks er að ráðuneytinu hafi borist afrit af úttekt sem lýsi stöðu aðgengismála í sveitarfélaginu. Reiknað er með að þessum afritum verði skilað eigi síðar en 10. desember 2016 og greiðsla styrksins fari fram fyrir áramót.

 

Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 2. nóvember kl. 16.00

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum